Karfa

No products in the cart.

HUGMYNDIN Á BAKVIÐ MARKMIÐ

Hefurðu einhvern tímann sett þér háleitt markmið - lofað sjálfri þér að standa við það og viku seinna er markmiðið löngu gleymt og þú afrekaðir ekki það sem þig dreymdi um?

Hugmyndin að MARKMIÐ kviknaði þegar ég var orðin þreytt á því að setja mér markmið og fylgja þeim ekki eftir. Ég velti því lengi fyrir mér af hverju ég stóð ekki við það sem ég ætlaði mér þó ég vissi að það myndi veita mér velgengni, aukið sjálfstraust og hamingju. Að lokum áttaði ég mig á því að ástæðurnar voru aðallega:

Mig skorti utanumhald: Ég skrifaði markmiðin í tölvuna og gleymdi síðan að fylgjast með hvernig mér gengi.

Ég ætlaðist til of mikils af mér: Ég átti það til að setja mér of háleit markmið, setti pressu á sjálfan mig og endaði á því að einblína á það sem ekki var að ganga í stað þess að gefa mér séns og hrós fyrir vinnusemi og ákveðni. Á endanum leiddu markmiðin til óþarfa streitu sem varð til þess að ég missti sjónar á tilgangi þeirra.

Mig vantaði raunverulega ástæðu: Ég gleymdi að spyrja mig: ,,Af hverju langar mig að ná þessu markmiði? Hverju myndi það breyta fyrir mig að ná þessu markmiði?” Það er mikilvægur partur af árangri að hugleiða og komast að því hvers virði markmiðið er fyrir mann.

Eftir að ég áttaði mig á þessu ákvað ég að hanna kerfi sem héldi utan um markmiðin mín og gerði þau yfirstíganleg. Ég fann að það hjálpaði mér að halda fókus á markmiðinu og ýtti undir að ég hrósaði sjálfri mér fyrir litlu sigrana.

Ég vona að MARKMIÐ, muni hjálpa þér að setja skýra stefnu, ná árangri og afreka allt það sem þú ætlar þér!

Góða skemmtun!